TJALDSVÆÐI

Á tjaldsvæðinu er góð hreinlætisaðstaða ásamt góðu aðgengi fyrir fatlaða. Þar er góð snyrtiaðstaða með heitu og köldu vatni og útivask. Þar er aðgangur að rafmagni. Í þjónustumiðstöðinni Hraunborgum er, þvottavél og þurrkari. Tjaldstæðið er alveg við þjónustumiðstöð Hraunborga. Á svæðinu er fjölbreytt afþreying í boði t.d. sundlaug, golfvöllur, mini-golf, körfuboltaaðstaða, leiktæki fyrir börn, leikherbergi, sjónvarp og útsýnisskífa. Svæðið er mjög vinsælt meðal fjölskyldufólks, starfsmannafélaga og vinahópa. Á hverju ári eru fjölmörg ættarmót haldin í Hraunborgum en þar er sérlega gott útivistarsvæði bæði fyrir börn og fullorðna. 

Tjaldsvæðið er opið:
Mánudaga til fimmtudaga................................................10:00 – 20:00

Föstudaga til sunnudaga.................................................10:00 – 23:00
Verslunarmannahelgin (laugardag til mánudag)..................10:00 – 23:00 Þjónustumiðstöðin og tjaldsvæðið er opið frá 23. maí til 31. ágúst